Up

SAGA AVANT

Þróun Avant vinnuvéla hófst fyrir 25 árum. Upphafsmenn Avant höfðu þá þegar 10 ára reynslu af þróun og framleiðslu ýmiskonar annarra landbúnaðarvéla. Stofnendur Avant tóku eftir því að skortur var á vél fyrir erfiðustu verkin á kúabúum, sem fól í sér að koma fóðrinu á réttan stað innanhúss án sem hagkvæmastan og ódýrastan máta. 

Út frá þessari hugsun var fyrsta Avant vélin þróuð: Lítil  Avant vél , með 11 hestafla bensínmótor, sem ætlað var að geta annast dreifingu á fóðri til 50-80 gripa á 10-15 mínútum, tvisvar á dag, alla 365 daga ársins. Starfs sem áður var mestmegnis unnið með skóflu og hjólbörum. 

Auglýsinga slagorðið "Breyttu leiðinlegasta verkinu í það skemmtilegasta " náði til bænda og þannig hófst salan á Avant. Fyrsta árið seldust 80 vélar sem var góð byrjun á því sem síðar kom. 

 

quote_sign.pngAuglýsinga slagorðið "Breyttu leiðinlegasta verkinu í það skemmtilegasta " náði til bænda og þannig hófst salan á Avant.

 

Hinsvegar vildum við ná lengra og lögðum því mikla áherslu á vöruþróun. Með tímanum kom fram vél með díselmótor, mun fleiri aukatækjum og Avant vélin fór að höfða til mun fleiri viðskiptamanna hópa. Fljótlega hófst mikill útflutningur á Avant vélum til Þýskalands og Avant opnaði sitt eigið fyrsta sölufyrirtæki utan Finnlands um 1990. 

Ný tegund af fjölnota Avant var kynnt til leiks 1995. Þessi gerð af Avant opnaði margar nýjar leiðir í notkun tækisins. Nýja Avant vélin fór þar með að seljast til margra nýrra notendahópa svo sem, lóðaverktaka, golfvalla, á hestabúgarða og til einkanota. Um þetta leiti voru komin 10 erlendir innflytjendur og notendahópurinn stækkaði stöðugt og varð fjölbreyttari. Vegna þessa jókst nú salan í 80 vélar á mánuði. 

Salan jókst stöðugt og því var stefnan sett á að halda sömu þróun á Avant vélainni áfram. Framleiðsluferlið og fjölbreytileikinn var styrkur áfram. Lögð var áhersla á að verksmiðjan væri skilvirk og framleiðsluferillinn vandaður. Í dag hefur Avant á að skipa mjög nútímlegri verksmiðju sem sölumenn og viðskiptamenn hvaðan að úr heiminum geta komið og skoðað. 
 

quote_sign.pngÍ dag býður Avant 8 tegundir vélaflokka og 190 mismunandi aukatæki.

 

Eftir árið 2000 héldum við áfram að leggja áherslu á vöruþróun og kynntum til sögunnar 200 series vélarnar. 200 series vélarnar eru sérstaklega ætlaðar fyrir einkageirann, hobbý-kallana.  Á sama tíma var lögð meiri áhersla á að bæta útlit og straumlínulögun með meiri áherslu á útlitshönnun vélanna. Við sáum að þrátt fyrir að viðskiptamennirnir væru mjög ánægðir með virkni vélanna þá langaði þá líka að eiga fallega vél. Útlit vélanna hefur því skipað hærri sess í hönnun þeirra undanfarin ár og Avant vélarnar eru í dag mjög vel þekktar fyrir hinn ferska græna lit og mjúkar línur. 

Í dag framleiðir Avant 8 flokka véla og 190 mismunandi aukatæki. Grunn vélin er fáanleg með 20 mismunandi möguleikum/útfærslum , sem skanna bilið frá  einföldum þyngingum upp í flókna loftkælingu í fullkomnu vinnuvélahúsi. Vélaraflið skannar bilið frá 13 hestöflum upp í 57 hestöfl.  Í dag eru Avant vélar seldar til 50 landa utan Finnlands og flestir geirar atvinnulífsins geta nýtt sér Avant vélar í einni mynd eða annarri. Árangurinn að baki þessu er stöðug vöruþróun.  

Á þennan hátt er nú framleiðsla Avant véla komin í 80-90 vélar á viku.